Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 289 svör fundust

Hver er uppruni íslenska tungumálsins?

Íslenska tilheyrir þeirri grein indóevrópska frummálsins sem nefnd er germanska. Germanska greinist snemma í þrjár undirættir: Til austurgermönsku telst aðeins eitt mál, gotneska, sem talað var af hinum forna þjóðflokki Gotum en er nú útdautt. Heimildir um það eru varðveittar í þýðingu Úlfílasar biskups á B...

Nánar

Hver var Anna Frank og fyrir hvað er hún svona fræg?

Anna Frank, fædd 12. júní 1929, var þýsk stúlka af gyðingaættum sem neyddist til að fara í felur á meðan ofsóknir nasista gegn Gyðingum stóðu yfir. Þann 6. júlí 1942 flúði fjölskylda Önnu heimili sitt og kom sér fyrir í leyniherbergi á vinnustað föður hennar í Amsterdam í Hollandi. Þar höfðust þau við í 25 mánuði ...

Nánar

Hvers vegna er ekki bara eitt tungumál í heiminum?

Hér er einnig svarað spurningu Örnu Bjargar Ágústsdóttur: Af hverju tala menn ekki sama tungumál? Ekkert er vitað með vissu um uppruna tungumála. Menn geta sér þess til að mannapar hafi notað einhver hljóð til tjáskipta en eiginlegt tungumál hafi ekki tekið að mótast fyrr en mun seinna eða fyrir um 100.000 árum...

Nánar

Hver er útbreiðsla úlfa?

Heimsstofn úlfsins (Canis lupus) er nú um 400 þúsund einstaklingar. Áður fyrr voru úlfar útbreiddir um mestan hluta norðurhvels, um Norður-Ameríku frá nyrstu héruðum Alaska að jaðri regnskóganna í Mið-Ameríku og í Evrasíu frá túndrusvæðum Rússlands suður til Arabíuskagans. Menn hafa hins vegar veitt úlfa í stórum ...

Nánar

Hvaða tungumál eru germönsk, rómönsk og slavnesk?

Germönskum málum er skipt í þrjár greinar: norðurgermönsk mál, vesturgermönsk mál og austurgermönsk mál. Norðurgermönsk mál eru: íslenska, færeyska, norska, danska, sænska. Vesturgermönsk mál eru: enska, þýska, hollenska, frísneska. Til austurgermanskra mála telst aðeins gotneska sem hvergi er töluð nú....

Nánar

Hvernig verður tungumál til?

Þótt dýr geti haft tjáskipti þá eru það aðeins menn sem tala tungumál. Aðeins mannlegt mál inniheldur málfræðireglur sem gera málhafanum kleift að búa til ný orð og setningar og ræða nýjar hugmyndir. Börn læra tungumál mjög fljótt og auðveldlega, rétt eins og þau hafi meðfædda hæfileika til að tileinka sér móðurmá...

Nánar

Getið þið sýnt mér mynd af aborra?

Aborri (Perca fluviatilis, e. European perch) er ferskvatnsfiskur sem lifir í vötnum og ám í Evrópu. Útbreiðsla hans af mannavöldum nær þó til fleiri landa, svo sem Ástralíu og Nýja-Sjálands, þar sem hann er vinsæll til sportveiða. Þess háttar ónáttúruleg útbreiðsla getur þó verið varhugaverð þar sem aborrinn er r...

Nánar

Hversu langan tíma tekur það að búa til tvö tungumál úr einu?

Ætla má að spyrjandi eigi við það hvenær tiltekið tungumál hafi þróast svo mikið að hægt sé að tala um nýtt tungumál og hversu langan tíma það taki. Grundvallaratriði í þessu samhengi er skilgreining hugtaksins tungumál. Eins og áður hefur komið fram í svari Diane Nelson við spurningu um fjölda tungumála í heim...

Nánar

Hvernig breiddist íslam út?

Sú skoðun að íslam hafi breiðst út með „eldi og sverði“ er bæði útbreidd og á sér rætur langt aftur í aldir. Kannski er hún á vissan hátt forsenda þess að svo auðvelt sé að sannfæra fjölda fólks um heim allan um að múslimar séu að eðlisfari ofbeldisfullir og herskáir; að bæði liggi það einhvern veginn í trúnni sjá...

Nánar

Hverjir byggðu píramídana og hversu gamlir eru þeir?

Píramídi í Giza í Norður-Egyptalandi. Píramídar hafa fundist í Mið- og Suður-Ameríku, Súdan, Eþíópíu, Grikklandi, Kýpur, Ítalíu, Indlandi, Tælandi og á nokkrum eyjum í Kyrrahafi. Frægustu píramídarnir eru þó í Giza í Norður-Egyptalandi (sjá mynd). Þeir eru meðal sjö undra veraldar og voru reistir á árunum 2575-2...

Nánar

Hvað er grápadda?

Grápadda, eða grálodda eins og hún er einnig kölluð, er ekki skordýr heldur krabbadýr af flokki jafnfætla (Isopoda). Innan yfirættbálks grápaddna eru þekktar um 3000 tegundir. Flestar þeirra lifa í heitum og rökum regnskógunum, en útbreiðsla yfirættbálksins teygir sig þó bæði norður og suður á bóginn. Grápöddu...

Nánar

Hvað fer minkurinn hratt yfir?

Hraði minks hefur verið mældur frá 1,7 km/klst., þegar hann gengur, upp í 9,4 km/klst., þegar hann hleypur, en það er um það bil fimm til sex líkamslengdir minks á sekúndu. Þegar minkur syndir á yfirborði vatns er hraði hans um 1,5 km/klst. en þegar hann eltir bráð undir vatnsyfirborði þá syndir hann oft á upp í 2...

Nánar

Fleiri niðurstöður